Við leggjum okkur fram við að afgreiða bíla í langtímaleigu með eins skömmum fyrirvara og kostur er. Gera má ráð fyrir að afgreiðslutími geti verið 1-5 dagar eftir tilfellum. Afgreiðslutíminn getur verið skemmri en það fer mikið eftir staðsetningu bílsins, fleiri þátta o.s.frv.
Hertz langtímaleiga hefur aðsetur á Flugvallarvegi 5, 101 Reykjavík. Hægt er að semja um afhendingu á öðrum leigustöðvum Hertz en hafa ber í huga að það getur haft áhrif á afhendingartíma.
Skil langtímaleigubíla miðast almennt við mánaðarmót. Óski leigutaki að skila langtímaleigubíl utan umsamins skilatíma skal hafa samband við sölufulltrúa langtímaleigu í síma 858 0456 eða á langtimaleiga@hertz.is
Vilji viðskiptavinur skila bifreiðinni fyrir lok umsamins leigutíma hefur hann kost á því að uppfylltum samningsskilyrðum hverju sinni.
Einstaklingur þarf að hafa náð 20 ára aldri til að leigja bíl hjá Hertz.
Fólksbílar 20 ára og eldri
Jeppar/jepplingar og stærri bílar 23 ára og eldri
Einstaklingar þurfa alltaf að greiða með kreditkorti. Þegar langtímaleigubíll er sóttur er tekin greiðsla fyrir heilan mánuð í byrjun leigu og eftir það 4. hvers mánaðar.
Athugið að ferlið í langtímaleigu er þannig að þegar þú tekur bílinn þá greiðir þú mánuð fyrirfram. Þar af leiðandi sé bíll sóttur 21. ágúst þá gjaldfærist heill mánuður þann dag (Upphaf leigu) dæmi 65.000 kr. Mánaðarmótin þar á eftir (4/9) gjaldfærist svo aftur fyrir leiguna frá 21/8-31/8. Eftir það um hver mánaðarmót heilt mánaðargjald.
Í upphafi leigu getur viðskiptavinur ákveðið hvort að ökutækið sé afhent á almennum vetrardekkjum eða nagladekkjum. Skipti viðskiptavinur um skoðun á leigutímanum og vill skipta yfir frá því sem upphaflega var valið er hægt að verða við því gegn 11.000 kr. þjónustugjaldi. Þetta á ekki við þegar um árstíðabundin skipti er að ræða. Athugið að alla þjónustu við langtímaleigubíla er hægt að nálgast með tímapöntun á www.hertz.is/timapontun
Dekk og dekkjaskipti eru innifalin í langtímaleigu. Það er á ábyrgð leigutaka að fylgjast með ástandi þeirra og koma með ökutækið í dekkjaskipti þegar við á. Hvort sem það er vegna almenns ástands þeirra eða vegna árstíðaskipta. Beðið er á meðan þjónustan er veitt. Athugið að alla þjónustu við langtímaleigubíla er hægt að nálgast með tímapöntun á www.hertz.is/timapontun
Ökutækið þarf að smyrja reglulega á bilinu 10 – 30 þúsund kílómetra fresti, fer eftir bíltegund. Km staða vegna næstu smurþjónustu er tilgreind á límmiða vinstra megin í framrúðu. Það er á ábyrð leigutaka að koma með bifreiðina í smur og þjónustuskoðanir eftir því sem við á. Beðið er á meðan þjónustan er veitt. Athugið að alla þjónustu við langtímaleigubíla er hægt að nálgast með tímapöntun á www.hertz.is/timapontun
Við erum með afgreiðslustöðvar víðsvegar um landið, til að notfæra sér þá þjónustu þarf að setja sig í samband við viðkomandi leigustöð sem gerir viðeigandi ráðstafanir varðandi t.d. dekkjaskipti eða smur.
Akureyri sími 522 4440
Egilsstaðir sími 522 4450
Ísafjörður sími 522 4490
Skagaströnd sími 894 4031
Sauðárkrókur sími 899 2043
Vestmannaeyjar sími 481 3300
Bíldudalur sími 892 7890
Höfn sími 839 1616
Allar langtímaleigur með 12 – 36 mánaða samning geta fengið gjaldfrjálst þvott á útleigustöð
okkar á Flugvallarvegi 5. Beðið er á meðan þjónustan er veitt. Athugið að alla þjónustu við
langtímaleigubíla er hægt að nálgast með tímapöntun á www.hertz.is/timapontun *Hámark 1x í mánuði en þó alltaf háð framboði í tímapöntunar kerfi okkar
Innifalið í leigugjaldi eru perur og rúðuþurrkur. Springi pera eða rúðuþurrkur gefa sig þá ertu velkominn á allar okkar leigustöðvar og við aðstoðum þig. Athugið að alla þjónustu við langtímaleigubíla er hægt að nálgast með tímapöntun á www.hertz.is/timapontun
Eldsneyti er ekki innifalið í leigugjaldi. Skila þarf bílnum með fullum eldsneytistanki í lok samningstíma.
Hertz býður einstaklingum og fyrirtækjum í langtímaleigu uppá sérkjör á eldsneyti í samstarfi við Olís. Það er einfalt að sækja um. Þú kemur við á leigustöð okkar og við göngum frá skráningunni fyrir þig.
Ekki þarf að skrá eða greiða fyrir aukaökumenn í langtímaleigu.
Ekki er gerð krafa um lágmarksaldur aukaökumanna. Hins vegar hafa ökumenn með bráðabirgðaskírteini ekki leyfi til að keyra langtímaleigubíla frá Hertz.
Verði bifreið fyrir tjóni skal tilkynna slíkt til Hertz við fyrsta tækifæri. Öll tjón fara í tjónameðhöndlun hjá tjónadeild Hertz. Þegar tjón verður á langtímaleigubílum skal tilkynna það á accident@hertz.is
Bílar í langtímaleigu eru almennt 15-24 mánaða gamlir. Hertz býður einnig uppá nýja og eldri bíla í langtímaleigu. Leigugjald endurspeglar aldur bílsins.
Umfram kílómetrar eru gerðir upp í lok leigutíma hinsvegar fær viðskiptavinur tilkynningu reglulega um að gefa upp núverandi stöðu á ökutækinu á www.hertz.is/kilometrar sé umframakstur verulegur er viðskiptavini gefið tækifæri á að breyta leigugjaldi sínu í samræmi við það.
Ef leigutaki vill hækka mánaðarlegan kílómetrafjölda, verður leigutaki að koma með bifreiðina á leigustöð til að láta lesa á km mæli og undirrita nýjan samning. Ef búið er að keyra umfram km fjölda verður leigutaki að greiða viðkomandi km áður en samningi er breytt. Gott er að hafa samband við vidskiptastjori@hertz.is áður en komið er með bílinn til að semja um nýtt verð.
Já hún er vísitölutengd.