Nú getur þú sótt bílinn hvenær sem þér hentar sólarhringsins
Í viðleitni Hertz á Íslandi til að minnka umhverfisspor sitt og bæta þjónustu við viðskiptavini, hafa allir leigusamningar vegna útleigu bifreiða verið gerðir rafrænir með mögulegri undirskrift í símum og öðrum snjalltækjum. Með þessu geta viðskiptavinir sótt og skilað lyklum af bifreiðum allan sólarhringinn í sjálfsafgreiðslulyklaskápum.

Þú hefur samband við þjónustuver Hertz í síma 522 44 00, eða sendir tölvupóst á hertz@hertz.is og bókar bílinn eða gefur upp núverandi bókunarnúmer.

Við sendum þér sms og þú skrifar undir samning með rafrænum hætti í símanum þínum eða snjalltæki án þess að koma á leigustað.

Þegar allt er klárt færðu sms með kóðanum á lyklaskápnum og bíllinn bíður þín í merktu Hertz stæði.