Við hlutum viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024. Þetta er annað árið í röð sem við getum fagnað því að vera í hópi þeirra 15 fyrirtækja sem hlotið hafa þessa viðurkenningu í flokki stórra fyrirtækja. Við erum afar stolt af þessum árangri sem er vottur um vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum og það frábæra starf sem við höfum unnið.
Í könnun VR er viðhorf starfsfólks til lykilþátta í starfsumhverfi vinnustaðarins metið og heildareinkunn reiknuð út frá því. Spurt um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, vinnuskilyrði, sveigjanleika, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og ánægju og stolt. Niðurstöður sýna ekki einungis hver staða fyrirtækisins er meðal starfsmanna heldur einnig hver staðan er samanborið við önnur fyrirtæki. Þau fimmtán fyrirtæki sem skora hæst í hverjum stærðarflokki eru útnefnd Fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Við sendum öðrum viðurkenningarhöfum hamingjuóskir og þökkum fyrir okkur.