Rauði kross Íslands stendur fyrir verkefni á vestfjörðum og austurlandi sem sem miðar að því að hjálpa fjölskyldum hælisleitanda að koma sér fyrir í nýju umhverfi á Íslandi. Um er að ræða fimm fjölskyldur eða 23 einstaklinga sem koma frá Írak og Sýrlandi.
Hertz styður með stolti við hin ýmsu samfélagsverkefni og hér leggur félagið til tvær bifreiðar sem verða notaðar í þeim ýmsu verkefnum sem þarf að sinna á meðan þessu tímabili sendur. Rauði krossinn vinnur að því að útvega íbúðir og finna nauðsynlegt innbú fyrir fjölskyldurnar ásamt því að hafa umsjón með stuðningfjölskyldum flóttafólksins sem er ætlað að liðsinna fólkinu við aðlögun að íslensku samfélagi.