Velkomin á upplýsingasíðu okkar um rafbíla, útleigustaði, hleðslustöðvar og fleira.
Við erum stolt af nýrri kynslóð rafbíla í leiguflota Hertz. Við höfum sett saman helstu upplýsingar um þennan ört vaxandi valkost í nýorkubílum sem við vonum að komi þér að gagni.
“Hertz hefur verið í fararbroddi á íslenskum bílaleigumarkaði í 50 ár, með nýjan bílaflota og leiðandi nýjungar í bílaleigu.
Taktu þátt í að kolefnisjafna aksturinn með rafbíl og samstarfi við Kolvið.”
Rafbílarnir okkar

VW e-UP | Rafbíll | Sjálfskiptur
Drægni við bestu aðstæður:
150-180 km (32 kWh) || 258 WLTP

Honda E | Rafbíll | Sjálfskiptur
Drægni við bestu aðstæður:
135-185 km (35,5 kWh) || 222 WLTP

VW e-Golf | Rafbíll | Sjálfskiptur
Drægni við bestu aðstæður:
150-180 km (32 kWh) || 232 WLTP

VW ID.3 | Rafbíll | Sjálfskiptur
Drægni við bestu aðstæður:
300-420 km (58 kWh Long-range) || 420 WLTP

Tesla Model 3 | Rafbíll | Sjálfskiptur
Drægni við bestu aðstæður:
400-500 km (75 kWh Longrange) || 567 WLTP

Kia e-Niro | Rafbíll | Sjálfskiptur
Drægni við bestu aðstæður:
180-250 km (64 kWh) || 455 WLTP
Almennar upplýsingar
Útleigustöðvar:
Rafbílana okkar er aðeins hægt að leigja á Flugvallarvegi 5 í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli. Fleiri útleigustaðir bætast við á næstunni.
Drægni:
Drægni rafbíla fer eftir ýmsum þáttum, t.d. aksturslagi, veðurfari/hitastigi, heildarþyngd bílsins með farangri og farþegum. Athugið að upplýsingar um drægni eru aðeins gefnar upp sem viðmiðun skv. upplýsingum frá bílaframleiðanda og til upplýsinga með fyrirvara um nákvæmni.
Drægni rafbíla fer eftir ýmsum þáttum, t.d. aksturslagi, veðurfari/hitastigi, heildarþyngd bílsins með farangri og farþegum. Athugið að upplýsingar um drægni eru aðeins gefnar upp sem viðmiðun skv. upplýsingum frá bílaframleiðanda og til upplýsinga með fyrirvara um nákvæmni.
Skemmdir á rafgeymi/undirvagni:
Engin trygging/vernd nær til tjóns á undirvagni ökutækisins. Þetta er sérstaklega mikilvægt varðandi rafbíla þar sem rafhlaðan er staðsett undir ökutækinu.
Engin trygging/vernd nær til tjóns á undirvagni ökutækisins. Þetta er sérstaklega mikilvægt varðandi rafbíla þar sem rafhlaðan er staðsett undir ökutækinu.
Afhending:
Bíllinn afhendist með að lágmarki 80% hleðslu og þarf leigutaki að skila honum aftur með 80% hleðslu. Ef bílnum er skilað með hleðslu undir 80% leggst hleðslu- og umsýslugjald að upphæð 9.500 kr. við lok leigu. Um 6-8 tíma tekur að fullhlaða rafbíl.
Bíllinn afhendist með að lágmarki 80% hleðslu og þarf leigutaki að skila honum aftur með 80% hleðslu. Ef bílnum er skilað með hleðslu undir 80% leggst hleðslu- og umsýslugjald að upphæð 9.500 kr. við lok leigu. Um 6-8 tíma tekur að fullhlaða rafbíl.
Hleðslusnúra:
Hleðslusnúra fylgir hverjum bíl og skilast hún með bíl eftir leigu. Ef leigutaki skilar bílnum með skemmda eða glataða hleðslusnúru er innheimt 65.000 kr. gjald.
Vetrar- og nagladekk:
Allir rafbílar eru afhentir á vetrardekkjum þegar vetrartímabil hefst. Viljir þú hinsvegar nagladekk á rafbíl er 20.000 kr. dekkjaskiptagjald innheimt.
Hleðslustöðvar & valkostir
Verið er að setja upp hleðslustöðvar við útleigustöðvar Hertz í Reykjavík og fleiri stöðum. Flestar gerðir rafbíla eru með leiðsögukerfi þar sem sjá má staðsetningu hleðslustöðva á landinu. Einnig er hægt að nota Google Maps eða Plugshare.com.

Tesla hefur áform um hraða uppbyggingu á hleðslustöðvum víðsvegar um land allt.

Orka náttúrunnar hefur nú þegar sett upp kerfi hleðslustöðva um allt land og hafa þær verið í rekstri allt frá upphafi rafbílavæðingar á Íslandi.
Áhugaverðar upplýsingar, hlekkir og greinar um rafbíla.
Almennar upplýsingar:
Greinar:
2020
About Electric Cars
Iceland Reaches 25% EV Market Share
2019
How is the Icelandic government promoting electric vehicles?