Við höfum bætt aðstöðu og aðgengi á leigustöð okkar í Reykjavík í samstarfi við Römpum upp Ísland. Við bjóðum uppá tvær tegundir af sérútbúnum bílum fyrir hreyfihamlaða, bæði með hjólastólaaðgengi og akstursbúnaði. Þú getur sent okkur bókunarfyrirspurn á forminu hér að neðan.
Bíll með akstursbúnaði
Bíllinn er af tegundinni Hyundai Tucson og er búinn akstursbúnaði fyrir hreyfihamlaða sem gefur viðkomandi kleift að aka bílnum.




Bíll með hjólastólaaðgengi
VW Caddy sérútbúinn rampi fyrir hjólastóla.



