Kæri viðskiptavinur
Vegna vinnslu gagna biðjum við þig kæri viðskiptavinur að skrá kílómetrastöðu langtímaleigubifreiða í þinni umsjá inn eigi síðar en 18. janúar. Ef skráning best ekki mun vera send áætluð kílómetrastaða ökutækisins sem getur valdið ákveðnum óþægindum í útgáfu reikninga, sem gott væri að forðast.
Um áramót tóku í gildi ný lög er varða innheimtu kílómetragjalda vegna rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Frá og með næstu mánaðarmótum koma þessi gjöld til innheimtu á leigusamningi sem eru 2 kr á km fyrir tengiltvinnbíla og 6 kr. fyrir rafmagnsbíla. Samgöngustofa fer fram á samhliða þessu að núverandi kílómetrastaða allra ökutækja í þessum flokkum sé skráð í þeirra kerfi. Þessu skal vera lokið fyrir 20. janúar næstkomandi.
Hafa ber í huga að sú upphæð sem mun birtast reikningi næstu mánaðarmót mun byggjast á þeim kílómetrum sem innifaldir eru á leigusamningi. Sem dæmi: Ef um er að ræða tengiltvinnbíl með 1500km inniföldum á mánuði mun 3000 kr. gjald (2 kr. x 1500km = 3000 kr.) bætast við reikning. Uppgjör vegna minni aksturs eða umframaksturs fer svo fram við lok leigutíma.
Allar upplýsingar vegna þessara laga má finna hér: www.vegirokkarallra.is
Með bestu kveðju
Starfsfólk Hertz Langtímaleigu