Samfélagsábyrgð
Í langri sögu fyrirtækisins hefur ávallt verið kappkostað að hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Þess vegna tökum við samfélagslega ábyrgð okkar alvarlega og styðjum sérstök málefni með umhyggju, jávæðni og ábyrgð að leiðarljósi. Viljir þú sækja um samfélagsstyrk hjá Hertz vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan. Samfélagsnefnd fyrirtækisins fjallar um innkomnar umsóknir og öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknum þarf að fylgja:
- Upplýsingar um nafn, heimilisfang, kennitölu, síma og netfang þess sem sækir um og tengilið verkefnis.
- Greinargóð lýsing á verkefninu eða viðfangsefninu, markmiðum þess og kostnaði.
- Upphæð sem sótt er um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið afstaða til þeirra.
Sýna verður fram á tilurð verkefnis til að styrkur sé greiddur út og senda inn reikning til Hertz þar sem kemur fram nafn, kennitala, banka- og reikningsnúmer.
Samfélagssjóður Hertz styrkir ekki:
- Einstaklinga, nemendur, fyrirtæki, íþróttafélög og önnur félagasamtök til náms eða ferðalaga, hvort heldur sem er innanlands eða erlendis.
- Íþróttafélög með beinum rekstrarstyrkjum. Styrkbeiðnir verða að snúa að forvarnaverkefnum.
- Verkefni sem nú þegar hafa verið framkvæmd.
- Kosningaherferðir nemenda eða stjórnmálaflokka.
- Verkefni á grundvelli persónulegra hagsmuna eða viðskiptatengsla.
- Beiðnir um auglýsingar eða styrktarlínur í blöð og tímarit skulu að berast á ads@hertz.is
Styrktarumsókn
Samfélagssjóður Hertz er starfræktur með það að markmiði að styðja við ýmis verkefni sem tengjast lýðheilsu og forvörnum. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.
Til að sækja um þarf að fylla út umsóknina hér fyrir neðan. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.