Í ljósi frétta undanfarna daga viljum við fullvissa alla viðskiptavini Bílaleigu Flugleiða ehf / Hertz að ekki hefur verið með nokkrum hætti átt við kílómetramæla bifreiða sem hafa verið í rekstri hjá fyrirtækinu. Bílaleiga Flugleiða ehf / Hertz hefur verið í rekstri frá árinu 1971 og er okkur afar umhugað um orðspor okkar sem hefur tekið áratugi að byggja upp. Hjá Hertz vinnum við af heilindum og vinnubrögð af þessu tagi eru aldrei viðhöfð.
Öll starfsemi Hertz á Íslandi er háð eftirliti og endurskoðun Hertz International. Eftirlit með flotanum er strangt, allur akstur bifreiðanna er rekjanlegur og kvaðir eru á um að sannreyna akstur bifreiðanna vegna greiðslu sérleyfisgjalda.
Bílaleiga Flugleiða ehf er leyfishafi Hertz á Íslandi og unnið er eftir gæðastöðlum og gæðakröfum Hertz International á hverjum degi sem tryggir gæði vöru og þjónustu hverju sinni.